Straumur kaupir meira 24. apríl 2005 00:01 Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna. Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira