Kosið aftur innan sex vikna 24. apríl 2005 00:01 Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira