Seattle 1 - Sacramento 0 24. apríl 2005 00:01 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst). NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst).
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira