Yfir 50% námsmanna í vinnu 24. apríl 2005 00:01 Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira