Fékk ekki að kveðja starfsfólk 26. apríl 2005 00:01 Nýrri stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar lá svo á að reka sparisjóðsstjórann í gær að hann fékk ekki að kveðja starfsfólkið á starfsmannafundi eins og til stóð. Stjórnin, sem komst til valda í síðustu viku með aðeins eins atkvæðis meirihluta, ákvað í gær að skipta um sparisjóðsstjóra. Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur sem ráðinn var sparisjóðsstjóri bankans síðastliðið haust og tók við starfinu 3. janúar í ár, var látinn víkja fyrir Magnúsi Ægi Magnússyni sem starfað hefur hjá Sparisjóðnum í sjö ár. Björn staðfesti við fréttastofu Bylgjunnar að bæði Páll Pálsson, nýr stjórnarformaður sparisjóðsins, og Magnús Ægir, nýi sparisjóðsstjórinn, hefðu komið í veg fyrir að hann kveddi starfsfólkið á fundi svo hann sendi því tövlupóst. Þá voru bæði Jóhann Halldórsson, innri endurskoðandi sparisjóðsins, og Ingimar Haraldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri sendir í þriggja vikna leyfi með þeim orðum að hlutirnir yrðu metnir að fríinu loknu en samkvæmt öruggum heimildum fréttastofunnar líta þeir báðir svo á að vart sé hægt að líta á þetta öðruvísi en svo að það sé verið að víkja þeim úr starfi. Talsmenn nýja meirihlutans sögðu eftir aðalfundinn í síðustu viku að meirihlutinn hefði verið óánægður með afkomu sparisjóðsins undanfarin ár en á það er að líta að Björn Ingi, sem rekinn var í gær, hóf ekki störf fyrr en á þessu ári en Magnús Ægir, sem ráðinn var í hans stað, hefur hins vegar um nokkurt skeið verið yfirmaður bankaþjónustu sparisjóðsins og ber þannig að hluta ábyrgð á afkomunni. Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Nýrri stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar lá svo á að reka sparisjóðsstjórann í gær að hann fékk ekki að kveðja starfsfólkið á starfsmannafundi eins og til stóð. Stjórnin, sem komst til valda í síðustu viku með aðeins eins atkvæðis meirihluta, ákvað í gær að skipta um sparisjóðsstjóra. Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur sem ráðinn var sparisjóðsstjóri bankans síðastliðið haust og tók við starfinu 3. janúar í ár, var látinn víkja fyrir Magnúsi Ægi Magnússyni sem starfað hefur hjá Sparisjóðnum í sjö ár. Björn staðfesti við fréttastofu Bylgjunnar að bæði Páll Pálsson, nýr stjórnarformaður sparisjóðsins, og Magnús Ægir, nýi sparisjóðsstjórinn, hefðu komið í veg fyrir að hann kveddi starfsfólkið á fundi svo hann sendi því tövlupóst. Þá voru bæði Jóhann Halldórsson, innri endurskoðandi sparisjóðsins, og Ingimar Haraldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri sendir í þriggja vikna leyfi með þeim orðum að hlutirnir yrðu metnir að fríinu loknu en samkvæmt öruggum heimildum fréttastofunnar líta þeir báðir svo á að vart sé hægt að líta á þetta öðruvísi en svo að það sé verið að víkja þeim úr starfi. Talsmenn nýja meirihlutans sögðu eftir aðalfundinn í síðustu viku að meirihlutinn hefði verið óánægður með afkomu sparisjóðsins undanfarin ár en á það er að líta að Björn Ingi, sem rekinn var í gær, hóf ekki störf fyrr en á þessu ári en Magnús Ægir, sem ráðinn var í hans stað, hefur hins vegar um nokkurt skeið verið yfirmaður bankaþjónustu sparisjóðsins og ber þannig að hluta ábyrgð á afkomunni.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira