Lið ÍBV verður að stöðva Ramune 27. apríl 2005 00:01 Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Haukastúlkur eru með afar vænlega stöðu eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum og unnu að auki báðar viðureignir liðanna á Ásvöllum í deildinni í vetur. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins. "Satt að segja þá vona ég að ÍBV vinni leikinn á morgun svona upp á einvígið að gera því handboltans vegna væri fúlt ef þetta færi 3-0," sagði Kári. "Það hefur komið mér á óvart að leikirnir hafa verið slakir og sérstaklega sá fyrsti. ÍBV var óheppið í síðasta leik og fór illa með mörg dauðafæri sem kostaði það leikinn." ÍBV lagði mikla áherslu á að stöðva Ramune Pekarskyte í fyrsta leiknum en í síðustu viðureign lék hún lausum hala og skoraði 11 mörk. Kári taldi lykilatriði fyrir Eyjastúlkur að leika 5-1 vörn og taka Ramune úr umferð. "Þær eru það lágvaxnar að þær eiga ekki roð í hana í 6-0 vörninni. Varnarleikurinn hjá ÍBV gekk ágætlega upp í fyrsta leiknum. Liðið fékk fá mörk á sig og Haukarnir voru í vandræðum sóknarlega á móti þessu varnarafbrigði." Kári sagðist alltaf hafa haft á von á að Haukastúlkur myndu bera sigur úr býtum. "ÍBV hefur heldur ekki gengið vel á Ásvöllum og ég er ekki ýkja bjartsýnn á að liðið nái að vinna í kvöld, styrkleikamunurinn er það mikill. Ég vona bara að við fáum góðan leik," sagði Kári Garðarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira