Dallas 2 - Houston 2 1. maí 2005 00:01 Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig. NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig.
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira