Boston 2 - Indiana 2 1. maí 2005 00:01 Það tók Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics, þrjá leiki að kveikja á perunni, en þegar hann loksins gerði það lét árangurinn ekki á sér standa. Rivers nýtti sér loksins styrkleika liðs síns gegn Indiana Pacers í fjórða leiknum í nótt og niðurstaðan var 110-79 burst gestanna, sem hafa jafnað metin í envíginu. Sérfræðingar vestanhafs höfðu undanfarna daga gagnrýnt Doc Rivers harðlega fyrir að nýta sér ekki augljósa yfirburði Boston á lið Indiana hvað hraða og líkamlega burði varðar og í nótt notaði hann lágvaxið lið sem keyrði upp hraðann og hreinlega kjöldró lurkum lamda heimamenn í Indiana, sem fundu aldrei svar í leiknum. Boston liðið hitt mjög vel í leiknum, en Indiana setti félagsmet með því að hitta aðeins úr innan við 27% skota sinna. Paul Pierce var stigahæstur í liði gestanna frá Boston, sem léku án Antoine Walker í leiknum, en hann tók út bann eftir riskingar í þriðja leiknum. "Doc fann svar við leik okkar og þetta herbragð hans að stilla um lágvöxnu liði gegn okkur heppnaðist fullkomlega," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana eftir leikinn. "Hver veit nema sigur þeirra hefði verið enn stærri ef Walker hefði geta leikið með þeim." "Þegar við leikum góða vörn, erum við gott körfuboltalið. Við neituðum þeim um auðveldar sendingar allan leikinn og tókum þá alveg úr sambandi," sagði Doc Rivers um leik sinna manna, sem eiga næsta leik á heimavelli. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 30 stig (8 stoðs, 7 frák, 5 varin), Ricky Davis 15 stig, Delonte West 14 stig, Gary Payton 14 stig (6 frák), Raef LaFrentz 11 stig (6 frák), Tony Allen 9 stig, Marcus Banks 8 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Stephen Jackson 24 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 11 stig (9 frák), Jermaine O´Neal 9 stig (5 frák), Dale Davis 8 stig (7 frák), Eddie Gill 7 stig. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Það tók Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics, þrjá leiki að kveikja á perunni, en þegar hann loksins gerði það lét árangurinn ekki á sér standa. Rivers nýtti sér loksins styrkleika liðs síns gegn Indiana Pacers í fjórða leiknum í nótt og niðurstaðan var 110-79 burst gestanna, sem hafa jafnað metin í envíginu. Sérfræðingar vestanhafs höfðu undanfarna daga gagnrýnt Doc Rivers harðlega fyrir að nýta sér ekki augljósa yfirburði Boston á lið Indiana hvað hraða og líkamlega burði varðar og í nótt notaði hann lágvaxið lið sem keyrði upp hraðann og hreinlega kjöldró lurkum lamda heimamenn í Indiana, sem fundu aldrei svar í leiknum. Boston liðið hitt mjög vel í leiknum, en Indiana setti félagsmet með því að hitta aðeins úr innan við 27% skota sinna. Paul Pierce var stigahæstur í liði gestanna frá Boston, sem léku án Antoine Walker í leiknum, en hann tók út bann eftir riskingar í þriðja leiknum. "Doc fann svar við leik okkar og þetta herbragð hans að stilla um lágvöxnu liði gegn okkur heppnaðist fullkomlega," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana eftir leikinn. "Hver veit nema sigur þeirra hefði verið enn stærri ef Walker hefði geta leikið með þeim." "Þegar við leikum góða vörn, erum við gott körfuboltalið. Við neituðum þeim um auðveldar sendingar allan leikinn og tókum þá alveg úr sambandi," sagði Doc Rivers um leik sinna manna, sem eiga næsta leik á heimavelli. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 30 stig (8 stoðs, 7 frák, 5 varin), Ricky Davis 15 stig, Delonte West 14 stig, Gary Payton 14 stig (6 frák), Raef LaFrentz 11 stig (6 frák), Tony Allen 9 stig, Marcus Banks 8 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Stephen Jackson 24 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 11 stig (9 frák), Jermaine O´Neal 9 stig (5 frák), Dale Davis 8 stig (7 frák), Eddie Gill 7 stig.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira