Stór fiskur í lítilli tjörn 2. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira