Boston 3 - Indiana 3 6. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák). NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák).
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira