Boston 3 - Indiana 4 8. maí 2005 00:01 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák). NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák).
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira