Miami 1 - Washington 0 9. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig. NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig.
NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira