Detroit 1 - Indiana 0 10. maí 2005 00:01 Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira