Miami 2 - Washington 0 11. maí 2005 00:01 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira