San Antonio 2 - Seattle 1 13. október 2005 19:12 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira