Gerðu tilboð í 99% hlut 17. maí 2005 00:01 Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila. Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira