Eignatengslum breytt vegna tilboðs 18. maí 2005 00:01 Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira