Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 13:16 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water. First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“ Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“
Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira