„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 12:07 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Einar Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“ Verslun Neytendur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“
Verslun Neytendur Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira