Gaman að breyta og bæta 30. maí 2005 00:01 Ylfa Lind Gylfadóttir. "Það er voðalega erfitt fyrir mig að velja eitthvað eitt. Ég á svo mikið af fötum og glingri. Ég fer mikið í Kolaportið og finn oft eitthvað flott þar," segir Ylfa. "Uppáhaldskjóllinn minn er eiginlega fermingarkjóllinn minn. Ég passa meira að segja ennþá í hann og er mjög stolt af því en hann er týndur. Hann er indverskur og rauður og rosalega flottur," segir Ylfa sem er algjör kjólakona og eftir dágóða umhugsun nær hún að finna annan kjól sem er algjörlega ómissandi. "Ég á einn kjól sem er eldgamall en ég fékk hann í gjöf frá konu sem ég var að passa fyrir. Hann er grænn með silfri í og ég held meira að segja að amma og mamma konunnar hafi átt hann á undan mér. Hann er rosalega vel með farinn og ég fer auðvitað líka vel með hann og var að setja fóður í hann um daginn. Annars á ég helling af kjólum og fötum og mér finnst voðalega gaman að breyta fötum og betrumbæta. Ég keypti til dæmis einu sinni kjól í Kolaportinu sem var alltof lítill og setti í hann reimar svo hann passaði," segir Ylfa sem hefur þó ekkert lært í saumaskap. "Nei, ég er bara að fikta enda eru þetta ekki beint fagmannleg vinnubrögð." Idol Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Það er voðalega erfitt fyrir mig að velja eitthvað eitt. Ég á svo mikið af fötum og glingri. Ég fer mikið í Kolaportið og finn oft eitthvað flott þar," segir Ylfa. "Uppáhaldskjóllinn minn er eiginlega fermingarkjóllinn minn. Ég passa meira að segja ennþá í hann og er mjög stolt af því en hann er týndur. Hann er indverskur og rauður og rosalega flottur," segir Ylfa sem er algjör kjólakona og eftir dágóða umhugsun nær hún að finna annan kjól sem er algjörlega ómissandi. "Ég á einn kjól sem er eldgamall en ég fékk hann í gjöf frá konu sem ég var að passa fyrir. Hann er grænn með silfri í og ég held meira að segja að amma og mamma konunnar hafi átt hann á undan mér. Hann er rosalega vel með farinn og ég fer auðvitað líka vel með hann og var að setja fóður í hann um daginn. Annars á ég helling af kjólum og fötum og mér finnst voðalega gaman að breyta fötum og betrumbæta. Ég keypti til dæmis einu sinni kjól í Kolaportinu sem var alltof lítill og setti í hann reimar svo hann passaði," segir Ylfa sem hefur þó ekkert lært í saumaskap. "Nei, ég er bara að fikta enda eru þetta ekki beint fagmannleg vinnubrögð."
Idol Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira