Nágranni heyrði skerandi óp 30. maí 2005 00:01 Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira