Er jafnréttið í nánd? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. júní 2005 00:01 Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Um 2000 manns mættu á Þingvelli á sunnudag til að fagna þeim tímamótum að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi kvenna til Alþingis. Reyndar var þetta líka 90 ára afmæli íslenska fánans, en minna bar á þeim hátíðarhöldum. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta aðeins til baka og skoða hverning konum hefur vegnað á þingi, allt frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan til að vera kosin á þing fyrir hönd Kvennalistans árið 1922. Sumir, en ekki margir, þingmenn skrifuðu pistla á heimasíðu sína við þessi tímamót. Einn þeirra var Kristinn H. Gunnarsson sem fór í nokkra naflaskoðun og sagði að í jafnréttismálum hafi sigið á ógæfuhliðina innan flokksins. "Nú er aðeins ein kona í ráðherrastöðu fyrir flokkinn en fjórir karlar. Þetta endurspeglar að hugur fylgir ekki máli þegar kemur að því að framfylgja góðri jafnréttisstefnu flokksins," skrifaði hann á heimasíðu sinni. Þegar fjallað er um hlutfall kynjanna á þingi, í ráðherraembættum, í nefndum og stjórnum á vegum ríkisins virðast þeir margir sem sjá þar ekkert athugavert. Það er lifað við lögmál Darwins og þeir hæfustu lifa af. Að minnsta kosti er oft talað um að það hafi bara verið þeir hæfustu sem fengu stöðurnar. Þegar konur falla í prófkjörum, eða er raðað neðarlega á lista, þá hefur það ekkert að gera með kynferði þeirra. Það er bara óheppni eða eitthvað slíkt, sem veldur því að ár eftir ár er hlutfall kvenna minna en karla í slíkum stöðum. Þær eru ekki nógu hæfar, eða hafa ekki unnið nógu mikið fyrir utanríkisþjónustuna til að verða sendiherrar fyrir hönd ríkisins. Eitthvað annað en Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson. Þær eru ekki nógu mikið inn í fiskveiðum og landbúnaði til að komast í þær þingnefndir. Hvað þá fjárlaganefnd eða iðnaðarnefnd. Svo sýna þær þessum málum svo lítin áhuga. Þetta er það sem konur fá að heyra. Það er alhæft um konurnar, að þær séu ekki nógu mikið þetta eða hitt til að komast áfram. Aðallega fær maður að heyra hvað konur séu ekki nógu mikið eins og karlar. En það er samt aldrei kynferði þeirra að kenna. Þær þurfa bara að læra aðferðir og tungutak karlanna. Þá kemur þetta allt saman, því "góðir hlutir gerast hægt." Hlutir þróast og í jafnréttismálum hefur mikið breyst frá 1915 þegar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt, eða 1920 þegar konur fengu jafnan kosningarétt og karlar. En þegar verið er að fagna því að 90 ár eru liðin frá því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt, virðist það sannreynt að góðu hlutirnir gerast hægt. Það þarf enn að ræða hlutfall kynjanna á framboðslistum, því það er okkur ekki orðið eðlilegt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Það þarf að ræða hlutfall kynjanna í þingnefndum, því annars lenda þær allar í félagsmála- og heilbrigðisnefnd, í mjúku málunum. Og það þarf að ræða hlutfall kynjanna í hópi ráðherra, því annars er konum ýtt til hliðar. Það er ekki merki um að jafnréttishugsjónin sé að ná yfirhöndinni þegar í hugum fólks þarf enn að fylla ímyndaða kynjakvóta, því okkur finnst það ekki sjálfsagt að hlutfall kynjanna sé jafnt. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun