Allir jafnir í fataskápnum 22. júní 2005 00:01 Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnukappann. "Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna," segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. "Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum." "Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tískustrauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þegar ég vakna á morgnana," segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnukappann. "Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna," segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. "Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum." "Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tískustrauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þegar ég vakna á morgnana," segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson.
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira