„Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. mars 2025 07:01 Tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur eru viðmælendur í nýjasta þætti Tískutals. Vísir/Vilhelm „Þegar við vissum að við værum samkynhneigðir en vorum ekki komnir út þá vorum við pínu að fela okkur. Við vildum ekki vekja athygli og klæddum okkur í svart og grátt,“ segja raunveruleikastjörnu tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur. Í dag eru þeir með litríkan og áberandi stíl en þeir eru viðmælendur í þættinum Tískutal. Hér má sjá viðtalið við tvíburana í heild sinni: Komu út á sama tíma Gunnar Skírnir og Sæmundur ólust upp á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur á unglingsárunum. Tvíburarnir komu út úr skápnum á sama tíma og vissu báðir að þeir væru samkynhneigðir frá því þeir voru í sjöunda bekk. „Það var mjög gott þegar við komum út, fengum stuðning frá hvor öðrum og svo var fjölskyldan okkar náttúrulega ótrúlega stuðningsrík.“ Þeir skutust saman upp á stjörnuhimininn í raunveruleikaseríunni Æði og ganga fast í takt við hvorn annan. „Það voru örlög okkar að fara í Æði og það var ekki bara einn okkar að fara af stað í þetta, það var aldrei í boði,“ segja strákarnir. Silvía Nótt mikill innblástur Þeir hafa farið í gegnum hin ýmsu tímabil og minnast þess að hafa ekki þorað að vekja neina athygli á sér sem unglingar, áður en þeir komu út úr skápnum. Í dag fylgja þeir algjörlega sínum stíl og veigra sér ekki við því að rokka glæsilega kjóla og litríkar yfirhafnir. „Við höfum alltaf elskað poppstjörnur á borð við Nicki Minaj, Beyoncé, Lady Gaga og auðvitað Silvíu nótt. Ég held að þessi tónlistarmyndbönd sem við horfðum stöðugt á hafi reynst okkur mikill innblástur í tískunni,“ segir Gunnar Skírnir. Strákarnir eru með ólíkan stíl þó að klæðnaður þeirra eigi oft í skemmtilegu samtali. Þeir koma sannarlega báðir til dyranna eins og þeir eru klæddir og láta álit annarra lítið þvælast fyrir sér. „Alltaf þegar ég fer út í áberandi fötum þá náttúrulega starir fólk á mann en ég er orðinn mjög vanur því,“ segir Gunnar Skírnir og Sæmundur tekur undir. „Það veldur mér stundum kannski smá kvíða en ég er bara að vera ég sjálfur. Mér finnst það bara nóg. Við erum orðnir svo vanir glápi og sjokki en okkur finnst líka bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur,“ segir Gunnar Skírnir og brosir. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við tvíburana í heild sinni: Komu út á sama tíma Gunnar Skírnir og Sæmundur ólust upp á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur á unglingsárunum. Tvíburarnir komu út úr skápnum á sama tíma og vissu báðir að þeir væru samkynhneigðir frá því þeir voru í sjöunda bekk. „Það var mjög gott þegar við komum út, fengum stuðning frá hvor öðrum og svo var fjölskyldan okkar náttúrulega ótrúlega stuðningsrík.“ Þeir skutust saman upp á stjörnuhimininn í raunveruleikaseríunni Æði og ganga fast í takt við hvorn annan. „Það voru örlög okkar að fara í Æði og það var ekki bara einn okkar að fara af stað í þetta, það var aldrei í boði,“ segja strákarnir. Silvía Nótt mikill innblástur Þeir hafa farið í gegnum hin ýmsu tímabil og minnast þess að hafa ekki þorað að vekja neina athygli á sér sem unglingar, áður en þeir komu út úr skápnum. Í dag fylgja þeir algjörlega sínum stíl og veigra sér ekki við því að rokka glæsilega kjóla og litríkar yfirhafnir. „Við höfum alltaf elskað poppstjörnur á borð við Nicki Minaj, Beyoncé, Lady Gaga og auðvitað Silvíu nótt. Ég held að þessi tónlistarmyndbönd sem við horfðum stöðugt á hafi reynst okkur mikill innblástur í tískunni,“ segir Gunnar Skírnir. Strákarnir eru með ólíkan stíl þó að klæðnaður þeirra eigi oft í skemmtilegu samtali. Þeir koma sannarlega báðir til dyranna eins og þeir eru klæddir og láta álit annarra lítið þvælast fyrir sér. „Alltaf þegar ég fer út í áberandi fötum þá náttúrulega starir fólk á mann en ég er orðinn mjög vanur því,“ segir Gunnar Skírnir og Sæmundur tekur undir. „Það veldur mér stundum kannski smá kvíða en ég er bara að vera ég sjálfur. Mér finnst það bara nóg. Við erum orðnir svo vanir glápi og sjokki en okkur finnst líka bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur,“ segir Gunnar Skírnir og brosir.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira