Allir nýnemar fá skólavist 27. júní 2005 00:01 Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira