Kreppa í borgarpólitíkinni 12. júlí 2005 00:01 Framtíð Reykjavíkurlistans hefur verið töluvert í fréttum upp á síðkastið. Fréttirnar hafa fyrst og fremst endurspeglað tvennt. Í fyrsta lagi að töluverð þreyta virðist komin í samstarf Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins og í öðru lagi að fjölmargir samfylkingarmenn meta mátt sinn nú það mikinn að þeir telja sig ekki þurfa á hinum að halda. Benda þeir í því sambandi á að Samfylkingin sé í könnunum að mælast með jafnmikið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn, sem um árabil var einráður í borginni. Það er ef til vill engin tilviljun að það skuli fyrst og fremst vera ungir samfylkingarmenn, framtíð flokksins, sem telji að slíta beri samstarfinu. Þeir sjá að á þeim ellefu árum sem R-listinn hefur verið við völd, hefur leiðin hægt og rólega legið niður á við. Þeir sjá að ef áfram heldur sem horfir er framtíð R-listans ekkert sérstaklega björt. Talað var um það á mánudaginn að framtíð R-listans myndi ráðast á fundi svokallaðrar viðræðunefndar aðildarflokkanna þá um daginn. Niðurstaða fundarins var óskiljanleg öllum sem fylgst hafa með málinu. Gefin var út fréttatilkynning þar sem sagði orðrétt: "Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum." Eftir svona tilkynningu, sem inniheldur nákvæmlega ekki neitt, spyr maður sjálfan sig hvað í ósköpunum þetta fólk hafi verið að gera? Í fréttatímum ljósvakamiðlanna í fyrrakvöld kom ekkert fram sem skýrði málið nánar. Nefndarmenn drógu sig í hlé og vildu ekki svara neinum spurningum, sem er ekkert annað en ókurteisi við þær þúsundir kjósenda í borginni sem kusu listann í síðustu kosningum. Fólkið á rétt á að vita hvað er í gangi. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til málið fór aðeins að skýrast. Eins og lesa mátti á forsíðu Fréttablaðsins í gær var slegið á puttana á viðræðunefndinni. Forystumenn aðildarflokkanna gáfu út skipun um að nefndarmenn skyldu hætta öllu karpi og byrja að vinna. Svo virðist því sem búið sé að leggja línurnar fyrir viðræðurnar. Eftir svona leikfléttu er von að maður spyrji hvert hlutverk þessarar nefndar sé eiginlega. Eru nefndarmenn viljalausar strengjabrúður forystunnar? Af atburðarrásinni á mánudaginn að ráða er svarið: "Líklega" og það eru svo sem heldur engin ný tíðindi að topparnir ráði. Þó verður að segja eins og er að það skýtur svolítið skökku við ef það er reyndin í R-listanum sem hefur, í það minnsta að eigin mati, lagt öðrum fremur mikið upp úr lýðræðishugtakinu. Þó vandi sé á heimili borgarstjórnarmeirihlutans er alveg ljóst að hann er líka til staðar hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Þar virðist meðvirkni vera lykilorðið. Þar á bæ virðast menn ekki átta sig á stöðunni eða ekki hafa bolmagn til að horfast í augu við vandann og öll glötuðu tækifærin. Vísast geta R-listamenn helst þakkað Sjálfstæðisflokknum að þeir skuli enn vera við völd. Það er nefnilega fyrst og fremst einkar máttlaus stjórnarandstaða sem hefur tryggt R-listanum völdin. Forysta borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna virðist ómögulega getað fundið veikan blett á R-listanum. Ef þeir telja sig hafa fundið hann hefur meirihluti borgarbúa í það minnsta ekki verið á sama máli. Það sýna úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga. Endalaus umræða um Línu.net, illa ígrundaðar skipulagshugmyndir og óskiljanleg umræða um fjármál borgarinnar, þar sem sífellt er verið að bera saman epli og appelsínur, hafa ekki fengið hljómgrunn hjá almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn ætti kannski að skipa hóp um framtíð borgarstjórnarflokks síns, líkt og R-listamenn hafa gert. Í það minnsta er ljóst að brýn þörf er á ferskum hugmyndum innan flokksins. Hugmyndum sem ná eyrum borgarbúa. Ef Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar næstu borgarstjórnarkosningum, og í raun hvort sem er, þarf hann að fara í allsherjar naflaskoðun. Það sést nefnilega ekki í hann fyrir kuskinu. Trausti Hafliðason - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Framtíð Reykjavíkurlistans hefur verið töluvert í fréttum upp á síðkastið. Fréttirnar hafa fyrst og fremst endurspeglað tvennt. Í fyrsta lagi að töluverð þreyta virðist komin í samstarf Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins og í öðru lagi að fjölmargir samfylkingarmenn meta mátt sinn nú það mikinn að þeir telja sig ekki þurfa á hinum að halda. Benda þeir í því sambandi á að Samfylkingin sé í könnunum að mælast með jafnmikið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn, sem um árabil var einráður í borginni. Það er ef til vill engin tilviljun að það skuli fyrst og fremst vera ungir samfylkingarmenn, framtíð flokksins, sem telji að slíta beri samstarfinu. Þeir sjá að á þeim ellefu árum sem R-listinn hefur verið við völd, hefur leiðin hægt og rólega legið niður á við. Þeir sjá að ef áfram heldur sem horfir er framtíð R-listans ekkert sérstaklega björt. Talað var um það á mánudaginn að framtíð R-listans myndi ráðast á fundi svokallaðrar viðræðunefndar aðildarflokkanna þá um daginn. Niðurstaða fundarins var óskiljanleg öllum sem fylgst hafa með málinu. Gefin var út fréttatilkynning þar sem sagði orðrétt: "Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum." Eftir svona tilkynningu, sem inniheldur nákvæmlega ekki neitt, spyr maður sjálfan sig hvað í ósköpunum þetta fólk hafi verið að gera? Í fréttatímum ljósvakamiðlanna í fyrrakvöld kom ekkert fram sem skýrði málið nánar. Nefndarmenn drógu sig í hlé og vildu ekki svara neinum spurningum, sem er ekkert annað en ókurteisi við þær þúsundir kjósenda í borginni sem kusu listann í síðustu kosningum. Fólkið á rétt á að vita hvað er í gangi. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til málið fór aðeins að skýrast. Eins og lesa mátti á forsíðu Fréttablaðsins í gær var slegið á puttana á viðræðunefndinni. Forystumenn aðildarflokkanna gáfu út skipun um að nefndarmenn skyldu hætta öllu karpi og byrja að vinna. Svo virðist því sem búið sé að leggja línurnar fyrir viðræðurnar. Eftir svona leikfléttu er von að maður spyrji hvert hlutverk þessarar nefndar sé eiginlega. Eru nefndarmenn viljalausar strengjabrúður forystunnar? Af atburðarrásinni á mánudaginn að ráða er svarið: "Líklega" og það eru svo sem heldur engin ný tíðindi að topparnir ráði. Þó verður að segja eins og er að það skýtur svolítið skökku við ef það er reyndin í R-listanum sem hefur, í það minnsta að eigin mati, lagt öðrum fremur mikið upp úr lýðræðishugtakinu. Þó vandi sé á heimili borgarstjórnarmeirihlutans er alveg ljóst að hann er líka til staðar hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Þar virðist meðvirkni vera lykilorðið. Þar á bæ virðast menn ekki átta sig á stöðunni eða ekki hafa bolmagn til að horfast í augu við vandann og öll glötuðu tækifærin. Vísast geta R-listamenn helst þakkað Sjálfstæðisflokknum að þeir skuli enn vera við völd. Það er nefnilega fyrst og fremst einkar máttlaus stjórnarandstaða sem hefur tryggt R-listanum völdin. Forysta borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna virðist ómögulega getað fundið veikan blett á R-listanum. Ef þeir telja sig hafa fundið hann hefur meirihluti borgarbúa í það minnsta ekki verið á sama máli. Það sýna úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga. Endalaus umræða um Línu.net, illa ígrundaðar skipulagshugmyndir og óskiljanleg umræða um fjármál borgarinnar, þar sem sífellt er verið að bera saman epli og appelsínur, hafa ekki fengið hljómgrunn hjá almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn ætti kannski að skipa hóp um framtíð borgarstjórnarflokks síns, líkt og R-listamenn hafa gert. Í það minnsta er ljóst að brýn þörf er á ferskum hugmyndum innan flokksins. Hugmyndum sem ná eyrum borgarbúa. Ef Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar næstu borgarstjórnarkosningum, og í raun hvort sem er, þarf hann að fara í allsherjar naflaskoðun. Það sést nefnilega ekki í hann fyrir kuskinu. Trausti Hafliðason - [email protected]
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun