Ekkert mannfall í árásunum 13. október 2005 19:33 Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira