Fasteignaverð að hækka eða lækka? 22. júlí 2005 00:01 Fasteignaeigendur fá misvísandi upplýsingar um hvort verð eigna þeirra fari lækkandi. Bankarnir spá lækkun en fasteignasalar segja það af og frá. Fasteignasalar segja Íslendinga alveg geta verið rólega og að ekkert sé í spilunum sem bendi til að fasteignaverð fari lækkandi eins og íslenskir bankar hafa haldið fram. Jón Guðmundsson fasteignasali segir atvinnulífið mjög gott og efnahagslífið hafi aldrei verið betra. En ef bankarnir myndu draga við sig útlán eða vextir færu að hækka gæti eitthvað gerst. Hann segir þó afar ólíklegt að bankarnir fari þá leið, enda erfitt að draga sig úr hringiðunni eftir það sem á undan er gengið. Fasteignaverð hefur hækkað um tæp 40% á einu ári. Jón segir þó fasteignaverð ekki endilega þurfa að lækka, nokkurn tíma. Viðmiðunarverð hljóti að vera byggingarkostnaður í annan endann og hann segir lóðaverð hafa hækkað gífurlega sem hann sjái ekki fyrir sér að muni lækka. En ekki eru þó allir á sama máli og segja bankarnir til að mynda mjög líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstum. Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, segir bankanna spá því að verðið muni að líkindum staðna á næsta ári og fara svo lækkandi að raunvirði. Ingvar segir þó ómögulegt að segja til um hversu mikið raunverð muni lækka. Ekki sé þó um fasteignabólu að ræða og ólíklegt sé að verðhrun muni eiga sér stað eins og danskir fjölmiðlar hafa haldið fram. „Ég tel að það sem þyrfti til svo fasteignaverð myndi lækka verulega væri ef lánaframboð bankanna myndi dragast skyndilega of mikið saman, og hins vegar ef kaupmáttur myndi einnig gera það. Þetta sjáum við ekkert fyrir okkur í dag,“ segir Ingvar. Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Fasteignaeigendur fá misvísandi upplýsingar um hvort verð eigna þeirra fari lækkandi. Bankarnir spá lækkun en fasteignasalar segja það af og frá. Fasteignasalar segja Íslendinga alveg geta verið rólega og að ekkert sé í spilunum sem bendi til að fasteignaverð fari lækkandi eins og íslenskir bankar hafa haldið fram. Jón Guðmundsson fasteignasali segir atvinnulífið mjög gott og efnahagslífið hafi aldrei verið betra. En ef bankarnir myndu draga við sig útlán eða vextir færu að hækka gæti eitthvað gerst. Hann segir þó afar ólíklegt að bankarnir fari þá leið, enda erfitt að draga sig úr hringiðunni eftir það sem á undan er gengið. Fasteignaverð hefur hækkað um tæp 40% á einu ári. Jón segir þó fasteignaverð ekki endilega þurfa að lækka, nokkurn tíma. Viðmiðunarverð hljóti að vera byggingarkostnaður í annan endann og hann segir lóðaverð hafa hækkað gífurlega sem hann sjái ekki fyrir sér að muni lækka. En ekki eru þó allir á sama máli og segja bankarnir til að mynda mjög líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstum. Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, segir bankanna spá því að verðið muni að líkindum staðna á næsta ári og fara svo lækkandi að raunvirði. Ingvar segir þó ómögulegt að segja til um hversu mikið raunverð muni lækka. Ekki sé þó um fasteignabólu að ræða og ólíklegt sé að verðhrun muni eiga sér stað eins og danskir fjölmiðlar hafa haldið fram. „Ég tel að það sem þyrfti til svo fasteignaverð myndi lækka verulega væri ef lánaframboð bankanna myndi dragast skyndilega of mikið saman, og hins vegar ef kaupmáttur myndi einnig gera það. Þetta sjáum við ekkert fyrir okkur í dag,“ segir Ingvar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira