Hafa ekki enn séð skýrsluna 26. júlí 2005 00:01 Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira