Tímar hefndarinnar 28. júlí 2005 00:01 Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar