Enn hætta á frekari árásum 30. júlí 2005 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira