Rokk stafrænu kynslóðarinnar? 8. ágúst 2005 00:01 Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson [email protected]
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun