
Sport
Man Utd að fá brasilískan bakvörð?

Manchester United hefur áhuga á brasilíska varnarmanninum Cicinho. Sir Alex Ferguson sá þennan leikmann spila með Brasilíu í Álfukeppninni og var það ánægður með frammistöðu hans að hann ákvað að leggja fram tilboð. Cicinho er leikmaður með Sao Paulo í heimalandinu en er floginn til Manchester ásamt umboðsmanninum Juliano Leonel til að hefja viðræður. Cicinho hefur sagt að draumur sinn sé að leika fyrir AC Milan og feta þar með í fótspor Cafu sem er hans helsta fyrirmynd. Milan hefur sýnt áhuga á þessum 25 ára hægri bakverði og einnig Juventus. Það verður spennandi að sjá hvort Cicinho muni ganga til liðs við United en þá mun Gary Neville fá verðuga samkeppni.