Segir framkvæmdaávinning mikinn 24. ágúst 2005 00:01 Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira