Dánardómstjórinn og framhaldslífið 25. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun