Eftirsóknarverð einkavæðing? 25. ágúst 2005 00:01 Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun