Áherslan verður lögð á varnarleik 27. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau." Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau."
Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira