Bílar og stórir hlutir lækka lítið 30. ágúst 2005 00:01 Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira