Ég, þú og börnin 7. september 2005 00:01 Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Geymsla Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - [email protected]
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar