Mikil spenna í kosningum í Noregi 12. september 2005 00:01 Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin. Þorri Norðmanna gengur að kjörborðinu í dag en nokkrir kusu raunar í gær, þeirra á meðal Kjell Magne Bondevik. Hann og aðrir frambjóðendur börðust um hvert atkvæði fram á síðustu stundu og í miðborg Oslóar var fólk að dreifa miðum og líma plaköt langt fram á kvöld. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að baráttan er geisihörð, kannanir eru mjög misvísandi, sýna ýmist stjórnarflokkana með örlítið forskot eða rauðgræna bandalag stjórnarandstöðunnar með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar. Kosningar sem fyrir fram var búist við að yrðu heldur lítið spennandi stefna því í að vera mjög spennandi á lokasprettinum og á forsíðum norsku blaðana er því meira að segja slegið upp að þetta verði einhverjar tæpustu kosningar norskrar stjórnmálasögu. Kannanir benda til þess að einn af hverjum tíu kjósendum ákveði fyrst í kjörklefanum hvern hann kýs. Það er óhætt að segja að kosningamálin í Noregi séu nokkuð ólík því flestir eiga að venjast. Norðmenn eiga olíu, digra sjóði og eru flestir í góðum störfum. Gengi bréfa á norska hlutabréfamarkaðinum hefur þrefaldast síðan snemma árs 2003 og vextir eru í sögulegu lágmarki. Einhver kynni að velta því fyrir sér hvers vegna Kjell Magne Bondevik og stjórn hans var lengi vel í hættu þegar landslagið er jafn gott og raun ber vitni. En Norðmenn eru ekki sáttir og deilan stendur um olíuauðinn. Stjórnarandstaðan vill auka framlög til velferðarmála, menntakerfisins og ellilífeyrisþega. Stjórnarflokkarnir hafa raunar aukið þessi framlög nokkuð en vilja nú fyrst og fremst lækka skatta. Báðar fylkingarnar saka hina um að stefna öllu í voða. Framfaraflokkurinn gæti verið sá flokkur sem ræður úrslitum. Carl Ivar Hagen, leiðtogi hans, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki styðja Bondevik forsætisráðherra áfram, en Hagen og flokkur hans urðu í raun til þess að Bondevik gat myndað núverandi ríkisstjórn án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Innflytjendamál eru ofarlega á málefnalista Framfaraflokksins og gætu því skipti töluverðu máli. Að sama skapi gæti strandflokkurinn, sem er flokkur hvalveiðimanna, komið tveimur mönnum inn og þar með verið með pálmann í höndunum. Munurinn verður lítill hvernig sem fer og því er lögð áhersla á að allir mæti á kjörstað í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin. Þorri Norðmanna gengur að kjörborðinu í dag en nokkrir kusu raunar í gær, þeirra á meðal Kjell Magne Bondevik. Hann og aðrir frambjóðendur börðust um hvert atkvæði fram á síðustu stundu og í miðborg Oslóar var fólk að dreifa miðum og líma plaköt langt fram á kvöld. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að baráttan er geisihörð, kannanir eru mjög misvísandi, sýna ýmist stjórnarflokkana með örlítið forskot eða rauðgræna bandalag stjórnarandstöðunnar með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar. Kosningar sem fyrir fram var búist við að yrðu heldur lítið spennandi stefna því í að vera mjög spennandi á lokasprettinum og á forsíðum norsku blaðana er því meira að segja slegið upp að þetta verði einhverjar tæpustu kosningar norskrar stjórnmálasögu. Kannanir benda til þess að einn af hverjum tíu kjósendum ákveði fyrst í kjörklefanum hvern hann kýs. Það er óhætt að segja að kosningamálin í Noregi séu nokkuð ólík því flestir eiga að venjast. Norðmenn eiga olíu, digra sjóði og eru flestir í góðum störfum. Gengi bréfa á norska hlutabréfamarkaðinum hefur þrefaldast síðan snemma árs 2003 og vextir eru í sögulegu lágmarki. Einhver kynni að velta því fyrir sér hvers vegna Kjell Magne Bondevik og stjórn hans var lengi vel í hættu þegar landslagið er jafn gott og raun ber vitni. En Norðmenn eru ekki sáttir og deilan stendur um olíuauðinn. Stjórnarandstaðan vill auka framlög til velferðarmála, menntakerfisins og ellilífeyrisþega. Stjórnarflokkarnir hafa raunar aukið þessi framlög nokkuð en vilja nú fyrst og fremst lækka skatta. Báðar fylkingarnar saka hina um að stefna öllu í voða. Framfaraflokkurinn gæti verið sá flokkur sem ræður úrslitum. Carl Ivar Hagen, leiðtogi hans, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki styðja Bondevik forsætisráðherra áfram, en Hagen og flokkur hans urðu í raun til þess að Bondevik gat myndað núverandi ríkisstjórn án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Innflytjendamál eru ofarlega á málefnalista Framfaraflokksins og gætu því skipti töluverðu máli. Að sama skapi gæti strandflokkurinn, sem er flokkur hvalveiðimanna, komið tveimur mönnum inn og þar með verið með pálmann í höndunum. Munurinn verður lítill hvernig sem fer og því er lögð áhersla á að allir mæti á kjörstað í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira