Ég, Davíð og Austurríki 14. september 2005 00:01 Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira