Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi 20. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira