Jón Gerald hitti einkaspæjarann 26. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira