Getur ekki samþykkt kröfuna 5. október 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira