Bílstjóri fagnar áfangasigri 6. október 2005 00:01 Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira