Dýrt að halda uppi réttarríki 11. október 2005 00:01 Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón. Baugsmálið Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón.
Baugsmálið Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira