Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur 14. október 2005 00:01 „Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
„Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira