Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi.
Stærsta lóðin er 5.670 fermetrar og hljóðaði hæsta boð í hana upp á 103 milljónir króna, það er þriðjungi yfir lágmarksverði sem var sett á lóðina. Minnsta lóðin er 150 fermetrar og hljóðaði hæsta boð upp á átta milljónir króna sem er fjórfalt hærra en lágmarksverðið sem borgin setti á lóðina.