Latibær með flestar tilnefningar 28. október 2005 18:59 Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins. Eddan Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins.
Eddan Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein