Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2025 20:01 Leikkonan Aimee Lou Wood fer á kostum í hlutverki sínu sem Chelsea í nýjustu seríu White Lotus. Jeff Kravitz/FilmMagic for HBO Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. Aimee Lou Wood öðlaðist þó fyrst töluverða frægð þegar hún fór með mikilvægt hlutverk í vinsælu Netflix seríunni Sex Education sem Aimee Gibbs og leikur þar hugljúfa og einlæga unglingsstelpu. Hún hlaut mikið lof og BAFTA verðlaun fyrir frammistöðuna. Ákveðnar hliðar karaktersins eiga í góðu samtali við karakter hennar í hinum geysivinsælu þáttum The White Lotus. View this post on Instagram A post shared by Max (@streamonmax) Þar fer hún með hlutverk hinnar einlægu, áhrifagjörnu og traustu Chelsea sem er yfir sig ástfangin af tilfinningalega óstabíla, kaldhæðna og kalda vandræðakarlinum Rick sem Walton Goggins leikur snilldarlega. Lokaþáttur þriðju seríu af Hvíta lótusblóminu fór í loftið á sunnudagskvöld en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Fylgja ekki hvort öðru á Instagram Atburðarrásin gerist á lúxushóteli White Lotus keðjunnar á Tælandi og er Chelsea, karakter Wood, mætt þangað með töluvert eldri kærasta sínum og skilur ekki alveg afhverju þau eru þarna. Það sem einkennir Chelsea er hversu jákvæð hún er í garð maka síns í gegnum öll hans vandræði og fær það sannarlega ekki endurgoldið frá honum. Það verður ekki farið neitt nánar út í það af virðingu við þau sem eiga eftir að horfa á seríuna en sjálfseyðingahvötin virðist búa innra með þeim báðum. View this post on Instagram A post shared by Max (@streamonmax) Aimee Lou Wood er með rúmlega 2,6 milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram en glöggir aðdáendur White Lotus hafa tekið eftir því að Walter Goggins, sem fer með hlutverk ástmanns hennar í þáttunum, er ekki einn af þeim og hafa einhverjir haldið því fram að þau hafi hætt að fylgja hvort öðru nýverið. Óvíst er hvort um er að ræða eitthvað drama, eitthvað til að skapa umtal eða hvort þetta sé algjörlega handahófskennt. Goggings hefur verið giftur frá árinu 2011 en Wood er einhleyp eins og er. Hún átti í nokkra ára sambandi við mótleikara sinn Connor Swindells úr Sex Education og þau hættu saman í góðu árið 2020. Tengir karakterana við ólíkar hliðar á sér En byrjum á byrjuninni. Aimee Lou Wood fæddist 3. febrúar 1994 í borginni Stockport, Machester í Englandi og ólst upp í bænum Bramhall. Faðir hennar glímdi við áfengis- og fíkniefnavanda en móðir hennar er að sögn Wood mikill fasti í hennar lífi og starfar hún hjá barnavernd. Eftir að foreldrar hennar skildu stundaði Wood nám við einkaskólann Cheadle Humle School áður en leið hennar lá í leiklist við Oxford School of Drama. Hún útskrifaðist með BA gráðu í leiklist fyrir tæpum átta árum og hefur fengið að takast á við ýmis skemmtileg hlutverk allar götur síðan. Hún byrjaði að leika á sviði en árið 2019 fékk hún sitt stóra „breik“ á skjánum í Sex Education. Hún heldur þó alltaf góðri tengingu við leikhúsið og finnst mikilvægt að taka að sér hlutverk þar svo hún þrói ekki með sér sviðskrekk. Hlutverk hennar bæði í Sex Education og White Lotus endurspegla að hennar sögn einhvern hluta af hennar persónulega karakter. „Chelsea er smá aftengd heiminum. Hún er með þráhyggju fyrir stjörnuspeki, eins og ég. Hún er gríðarlega mikill rómantíkus, sem er líka eins og ég. Þannig hún er klikkuð á besta máta,“ sagði Wood í viðtali við tímaritið Time. View this post on Instagram A post shared by HBO (@hbo) Wood sendi inn tvær áheyrnarprufur fyrir hlutverkið, eina með bandarískum hreim og aðra með breskum. Hún var mjög fegin að fá að tala með sínum eigin hreim í White Lotus þar sem Chelsea karakter hennar var líka frá Manchester. „Ég held að ég sjálf hafi þurft að vera extra jarðtengd inni á milli þegar ég var að leika Chelsea því Chelsea var svo rosalega hátt uppi að ég þurfti eitthvað til að ná mér vel niður á jörðina.“ Hreimurinn hafi spilað veigamikið hlutverk þar líka. „Það er eitthvað svo blátt áfram, einlægt og hlýtt við Manchester lókalinn.“ Glímir við átröskun og líkamsskynjunarröskun Wood virðist alltaf koma til dyranna eins og hún er klædd og hefur verið óhrædd við að berskjalda sig og tala á einlægum nótum um tilveruna. Hún hefur glímt við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) og átröskun og var lögð í mikið einelti þegar hún var yngri. Sömuleiðis tók það hana langan tíma að kunna að meta tennurnar sínar, sem er eitt af hennar mest sjarmerandi einkennum. „Ég var ekki viss hvernig mér væri tekið í þessum leikarahóp White Lotus þar sem eiginlega öll hin búa í Hollywood og eru brjálæðislega sjálfsörugg. Enginn frá Hollywood er með svona tennur,“ sagði hún í viðtali við Hollywood Reporter og á við Colgate bros flestra stjarnanna vestanhafs. View this post on Instagram A post shared by Aimee Lou Wood (@aimeelouwood) Breska fyrirsætan Georgia Jagger er sömuleiðis þekkt fyrir frekjuskarð sitt og varð sterk fyrirmynd í huga Wood. „Munnurinn minn var það sem allir bentu á og var það sem gerði mig öðruvísi, ég var meðal annars uppnefnd Kalli kanína. Ég hafði aldrei séð neina leikkonu í sjónvarpinu sem var með tennur eins og ég. Þegar Georgia Jagger varð svolítið andlit tískunnar í London og hún var með frekjuskarð varð það risastórt fyrir mér. Ég ákvað þá bara að vera dugleg að skella rauðum varalit á mig og leyfa tönnunum mínum að fá athygli,“ sagði Wood á Instagram síðu sinni í vetur. „Í dag fæ ég hundruð skilaboða frá fólki sem segir: Þú ert með tennur eins og ég! Nú mæti ég í skólann með stolti og fólki finnst ég töff því ég lít út eins og Aimee.“ Skrifaði „FEIT“ á spegilinn Í hlutverki sínu sem nafna sín Aimee Gibbs í Sex Education þurfti hún að kljást við ýmis krefjandi atriði, meðal annars að leika í kynlífsatriði. Áður fyrr vildi hún helst ekki klæðast bikiníi eða sundbol fyrir framan annað fólk. „Sex Education hjálpaði mér mikið með þann hluta af lífi mínu. Ég vildi leika af einlægni og sannfæringu og hlutverkið mitt ýtti mér langt út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði bara ég ætla að gera þetta, fjandinn hafi það, þessi kynlífsatriði eru góð leið til þess að ögra sjálfri mér, taka áskoruninni og sýna eitthvað hrátt en fyndið sem margir tengja við. Ég hefði aldrei í lífi mínu haldið að ég gæti gert þetta því ég hef glímt við átröskun allt mitt líf. Ég skrifaði oft „FEIT“ á spegilinn í herberginu mínu þegar ég var yngri. Þegar ég þurfti að taka upp sjálfsfróunar senuna, sem var tekin upp úr alls kyns óflatterandi áttum, hugsaði ég bara um ungar stelpur sem væru að horfa á þetta og hugsa: Guði sé lof að ég er ekki ein sem geri svona, eða: Okei hjúkk það líta ekki allir fullkomið út þegar þeir stunda kynlíf eða sjálfsfróun.“ Bókabúð í Cornwall draumurinn Wood segir að áður en hún tók upp fyrstu kynlífssenuna hafi hún ætlað að borða einungis salat á hverjum degi fram að tökum. „Svo bara gerði ég það ekki. Það var svo mikill vendipunktur fyrir mig, að taka þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að reyna að breyta líkama mínum fyrir einhverja senu, því svona lítur líkaminn minn út,“ segir Aimee og bætir við að hækkandi aldur vinni vel með henni og hún hræðist ekki að eldast. Framtíðin gæti varla verið bjartari fyrir þessa stórleikkonu sem er nú þegar að vinna að handriti fyrir nýja þætti og með fjölda leiklistarverkefna í bígerð. „Mig dreymir um að einn daginn opna bókabúð í Cornwall og skrifa, ég elska að skrifa. Ég er ennþá ung og á allt lífið framundan. Ég get valið hvert lífið fer og ég hef öll tólin til þess.“ Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Bretland Menning Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aimee Lou Wood öðlaðist þó fyrst töluverða frægð þegar hún fór með mikilvægt hlutverk í vinsælu Netflix seríunni Sex Education sem Aimee Gibbs og leikur þar hugljúfa og einlæga unglingsstelpu. Hún hlaut mikið lof og BAFTA verðlaun fyrir frammistöðuna. Ákveðnar hliðar karaktersins eiga í góðu samtali við karakter hennar í hinum geysivinsælu þáttum The White Lotus. View this post on Instagram A post shared by Max (@streamonmax) Þar fer hún með hlutverk hinnar einlægu, áhrifagjörnu og traustu Chelsea sem er yfir sig ástfangin af tilfinningalega óstabíla, kaldhæðna og kalda vandræðakarlinum Rick sem Walton Goggins leikur snilldarlega. Lokaþáttur þriðju seríu af Hvíta lótusblóminu fór í loftið á sunnudagskvöld en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Fylgja ekki hvort öðru á Instagram Atburðarrásin gerist á lúxushóteli White Lotus keðjunnar á Tælandi og er Chelsea, karakter Wood, mætt þangað með töluvert eldri kærasta sínum og skilur ekki alveg afhverju þau eru þarna. Það sem einkennir Chelsea er hversu jákvæð hún er í garð maka síns í gegnum öll hans vandræði og fær það sannarlega ekki endurgoldið frá honum. Það verður ekki farið neitt nánar út í það af virðingu við þau sem eiga eftir að horfa á seríuna en sjálfseyðingahvötin virðist búa innra með þeim báðum. View this post on Instagram A post shared by Max (@streamonmax) Aimee Lou Wood er með rúmlega 2,6 milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram en glöggir aðdáendur White Lotus hafa tekið eftir því að Walter Goggins, sem fer með hlutverk ástmanns hennar í þáttunum, er ekki einn af þeim og hafa einhverjir haldið því fram að þau hafi hætt að fylgja hvort öðru nýverið. Óvíst er hvort um er að ræða eitthvað drama, eitthvað til að skapa umtal eða hvort þetta sé algjörlega handahófskennt. Goggings hefur verið giftur frá árinu 2011 en Wood er einhleyp eins og er. Hún átti í nokkra ára sambandi við mótleikara sinn Connor Swindells úr Sex Education og þau hættu saman í góðu árið 2020. Tengir karakterana við ólíkar hliðar á sér En byrjum á byrjuninni. Aimee Lou Wood fæddist 3. febrúar 1994 í borginni Stockport, Machester í Englandi og ólst upp í bænum Bramhall. Faðir hennar glímdi við áfengis- og fíkniefnavanda en móðir hennar er að sögn Wood mikill fasti í hennar lífi og starfar hún hjá barnavernd. Eftir að foreldrar hennar skildu stundaði Wood nám við einkaskólann Cheadle Humle School áður en leið hennar lá í leiklist við Oxford School of Drama. Hún útskrifaðist með BA gráðu í leiklist fyrir tæpum átta árum og hefur fengið að takast á við ýmis skemmtileg hlutverk allar götur síðan. Hún byrjaði að leika á sviði en árið 2019 fékk hún sitt stóra „breik“ á skjánum í Sex Education. Hún heldur þó alltaf góðri tengingu við leikhúsið og finnst mikilvægt að taka að sér hlutverk þar svo hún þrói ekki með sér sviðskrekk. Hlutverk hennar bæði í Sex Education og White Lotus endurspegla að hennar sögn einhvern hluta af hennar persónulega karakter. „Chelsea er smá aftengd heiminum. Hún er með þráhyggju fyrir stjörnuspeki, eins og ég. Hún er gríðarlega mikill rómantíkus, sem er líka eins og ég. Þannig hún er klikkuð á besta máta,“ sagði Wood í viðtali við tímaritið Time. View this post on Instagram A post shared by HBO (@hbo) Wood sendi inn tvær áheyrnarprufur fyrir hlutverkið, eina með bandarískum hreim og aðra með breskum. Hún var mjög fegin að fá að tala með sínum eigin hreim í White Lotus þar sem Chelsea karakter hennar var líka frá Manchester. „Ég held að ég sjálf hafi þurft að vera extra jarðtengd inni á milli þegar ég var að leika Chelsea því Chelsea var svo rosalega hátt uppi að ég þurfti eitthvað til að ná mér vel niður á jörðina.“ Hreimurinn hafi spilað veigamikið hlutverk þar líka. „Það er eitthvað svo blátt áfram, einlægt og hlýtt við Manchester lókalinn.“ Glímir við átröskun og líkamsskynjunarröskun Wood virðist alltaf koma til dyranna eins og hún er klædd og hefur verið óhrædd við að berskjalda sig og tala á einlægum nótum um tilveruna. Hún hefur glímt við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) og átröskun og var lögð í mikið einelti þegar hún var yngri. Sömuleiðis tók það hana langan tíma að kunna að meta tennurnar sínar, sem er eitt af hennar mest sjarmerandi einkennum. „Ég var ekki viss hvernig mér væri tekið í þessum leikarahóp White Lotus þar sem eiginlega öll hin búa í Hollywood og eru brjálæðislega sjálfsörugg. Enginn frá Hollywood er með svona tennur,“ sagði hún í viðtali við Hollywood Reporter og á við Colgate bros flestra stjarnanna vestanhafs. View this post on Instagram A post shared by Aimee Lou Wood (@aimeelouwood) Breska fyrirsætan Georgia Jagger er sömuleiðis þekkt fyrir frekjuskarð sitt og varð sterk fyrirmynd í huga Wood. „Munnurinn minn var það sem allir bentu á og var það sem gerði mig öðruvísi, ég var meðal annars uppnefnd Kalli kanína. Ég hafði aldrei séð neina leikkonu í sjónvarpinu sem var með tennur eins og ég. Þegar Georgia Jagger varð svolítið andlit tískunnar í London og hún var með frekjuskarð varð það risastórt fyrir mér. Ég ákvað þá bara að vera dugleg að skella rauðum varalit á mig og leyfa tönnunum mínum að fá athygli,“ sagði Wood á Instagram síðu sinni í vetur. „Í dag fæ ég hundruð skilaboða frá fólki sem segir: Þú ert með tennur eins og ég! Nú mæti ég í skólann með stolti og fólki finnst ég töff því ég lít út eins og Aimee.“ Skrifaði „FEIT“ á spegilinn Í hlutverki sínu sem nafna sín Aimee Gibbs í Sex Education þurfti hún að kljást við ýmis krefjandi atriði, meðal annars að leika í kynlífsatriði. Áður fyrr vildi hún helst ekki klæðast bikiníi eða sundbol fyrir framan annað fólk. „Sex Education hjálpaði mér mikið með þann hluta af lífi mínu. Ég vildi leika af einlægni og sannfæringu og hlutverkið mitt ýtti mér langt út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði bara ég ætla að gera þetta, fjandinn hafi það, þessi kynlífsatriði eru góð leið til þess að ögra sjálfri mér, taka áskoruninni og sýna eitthvað hrátt en fyndið sem margir tengja við. Ég hefði aldrei í lífi mínu haldið að ég gæti gert þetta því ég hef glímt við átröskun allt mitt líf. Ég skrifaði oft „FEIT“ á spegilinn í herberginu mínu þegar ég var yngri. Þegar ég þurfti að taka upp sjálfsfróunar senuna, sem var tekin upp úr alls kyns óflatterandi áttum, hugsaði ég bara um ungar stelpur sem væru að horfa á þetta og hugsa: Guði sé lof að ég er ekki ein sem geri svona, eða: Okei hjúkk það líta ekki allir fullkomið út þegar þeir stunda kynlíf eða sjálfsfróun.“ Bókabúð í Cornwall draumurinn Wood segir að áður en hún tók upp fyrstu kynlífssenuna hafi hún ætlað að borða einungis salat á hverjum degi fram að tökum. „Svo bara gerði ég það ekki. Það var svo mikill vendipunktur fyrir mig, að taka þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að reyna að breyta líkama mínum fyrir einhverja senu, því svona lítur líkaminn minn út,“ segir Aimee og bætir við að hækkandi aldur vinni vel með henni og hún hræðist ekki að eldast. Framtíðin gæti varla verið bjartari fyrir þessa stórleikkonu sem er nú þegar að vinna að handriti fyrir nýja þætti og með fjölda leiklistarverkefna í bígerð. „Mig dreymir um að einn daginn opna bókabúð í Cornwall og skrifa, ég elska að skrifa. Ég er ennþá ung og á allt lífið framundan. Ég get valið hvert lífið fer og ég hef öll tólin til þess.“
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Bretland Menning Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein